Þríborgin

Verið velkomin í Þríborgina

Þríborgin er svæði þar sem tómar strendur, heillandi hamrar og sandöldur mæta lifandi ljósum Trójmiasto borgarþyrpingarinnar – blöndu af þúsund ára sögu og nútímalegum ljóma. Gdańsk, Gdynia og Sopot sem kallaðar eru Þríborgin liggja í norðurhluta landsins og á sunnanverðri strönd Eystrasaltsins.
Fjölbreytt, gestrisin og heillandi – komdu og uppgötvaðu!

Uppgötvaðu Gdańsk

Ef þig langar að upplifa andrúmsloft gamallar hafnarborgar með þröngum strætum og einstökum arkitektúr eða hvíla þig í skjóli Mariacki kirkjunnar, stærstu gotnesku múrsteinskirkju í Evrópu, þá mælum við með að heimsækja gamla miðbæinn!

Raf

Rafleið nútímans (Współczesny Szlak Bursztynowy) er ferðalag gegnum margar aldir af hefðum sem hafa markað sitt spor á pólsku sjávarsíðuna. Nútíma listamenn eru sérstaklega heillaðir af einstökum eiginleikum þessa efnis. Hér finna allir eitthvað fyrir sig… glæsilegar vörur frá bestu framleiðendunum og minjagripabúðir faldar í skjóli gamalla heillandi hliða og hellulagðra gatna og líka glæsileg gallerí með rafi sem fanga athygli allra.

Sopot…höfuðborg afslöppunar

Að njóta ferska sjávarloftsins, heyra köll mávana og nið aldanna sem brotna létt á lengstu trébryggjunni í Evrópu… hljómar það ekki fullkomið? Það er enginn staður betri til afslöppunar á sumrin en Sopot, sem auk gullfallegrar strandar mun koma þér á óvart með óteljandi veitingastöðum og börum til að njóta kvöldsins.

Gdynia – höfuðborg verslunarinnar

Aðeins nokkrar mínutur frá Sopot er að finna unga borg með einstaka slóð um nútíma arkitektúr. Það er Gdynia – þekkt sem sólríkasti staður í Póllandi.
Gdynia er kölluð pólska höfuðborg verslunarinnar því einmitt þar getur þú fundið nýjustu línur heimsþekktra hönnuða í stórum nútímalegum verslunarmiðstöðvum en líka litlar búðir með þjóðlegum varningi frá svæðinu.

Biuro sprzedaży

SIERRA GOLF RESORT Sp. z o.o.

Pętkowice

84-200 Wejherowo

Öll réttindi áskilin: Sierra Golf Resort

Áætlun og framkvæmd: LemonMind.com

Myndir
Skrifaðu okkur