Sierra Golf Resort

Life is where the game is

Sierra Golf Resort

Golfsvæðið okkar liggur í norðurhluta Póllands sem tryggir hraðar samgöngur við Norðurlöndin.
Nálægar borgir gera það að verkum að fyrir utan golf í hæsta gæðaflokki eru innan seilingar hin sögufræga Gdańsk, líflegi bærinn Sopot og Gdynia sem er fullkomin fyrir verslunarferðir!
Sjáðu hversu nálægt við erum!

Golfvöllurinn

  • Sierra Golf Resort er nútímalegur og fullbúinn íþróttavöllur með 18 holu golfvöll í meistaraflokki (72 par) og Golfakademíu sem samanstendur af 9 holu æfingavelli og driving range (26 skyggðir básar), pútt- og vippflöt og pitching green.

Golfsvæðið

  • Golfvöllurinn býður upp á gistiaðstöðu fyrir 150 manns. Á svæðinu er einnig veitingastaður í Klúbbhúsinu, þar bjóðum við upp á morgun-, hádegis- og kvöldverði sem og bar og veitingastað þar sem hægt er að panta af matseðli.

Afþreying

  • Gestir okkar geta líka nýtt sér þjónustu eins og paddle tennis, hjólaleigu, blautgufu og þurrgufu, leikherbergi og útisundlaug! Við munum með glöðu geði aðstoða við að panta borð á veitingastað í Sopot, skipuleggja verslunarferð eða skoðunarferð með leiðsögumanni í Gdańsk.

Staður sem maður vill koma aftur á

Eitt af fallegustu golfsvæðunum í Evrópu. Vegna þess hve umhugað okkur er um hvert smáatriði hefur Sierra Golf Resort hlotið lof meðal kylfinga frá allri Skandinavíu og þótt víðar væri leitað. Við erum stoltust af því að gestir snúa aftur til okkar því þeir kunna að meta hversu vel við hugsum um staðinn.

Golfvöllurinn

Fimm stjörnu flöt.
Það kemur kylfingum sem þekkja golfvelli út um allan heim á óvart hversu vel er hugsað um flatirnar og brautirnar í Sierra Golf Resort. Grasið er slegið í 6 mismunandi lengdum og miðlægt tölvustýrt vökvunarkerfi sér um að vökva lóðina. Sierra er golfvöllur í garðastíl: á öllu svæðinu vaxa yfir 11.000 vandlega valin tré, runnar og blóm. Ævintýralegt landslagið undirstrika stílhreinir garðskálar, bekkir og fagrar göngubrýr.

Sierra Villas & Apartments

Hótelaðstöðuna mynda íbúðir og hús staðsett við braut nr. 7. Dvöl í Sierra Apartments býður upp á einstaka afslöppun þar sem herbergin eru mjög rúmgóð og hafa fallegt útsýni yfir golfvellina.

Veitingastaðurinn

Veitingastaðurinn á Klúbbhúsinu býður upp á rétti frá öllum heimshornum. Rétturinn sem við státum af eru rækjur sem allir elska! Á matseðlinum er einnig pasta, hamborgarar og hefðbundinn pólskur matur!

86 hektarar af fullkomnun

Nálægð Gdańsk og Sopot

Biuro sprzedaży

SIERRA GOLF RESORT Sp. z o.o.

Pętkowice

84-200 Wejherowo

Öll réttindi áskilin: Sierra Golf Resort

Áætlun og framkvæmd: LemonMind.com

Terms and conditions: 3 x free Stay&Play

Myndir
Skrifaðu okkur