Golfvöllur

Siera Golf Resort

Þú verður ekki fyrir vonbrigðum með hversu vel er hugsað um flatirnar og brautirnar.
Grasið er slegið í 6 mismunandi lengdum og miðlægt tölvustýrt vökvunarkerfi sér um að vökva lóðina. Sierra er golfvöllur í garðastíl: á öllu svæðinu vaxa yfir 11.000 vandlega valin tré, runnar og blóm. Ævintýralegt landslagið undirstrika stílhreinir garðskálar, bekkir og fagrar göngubrýr.

Sjáðu kort af vellinum

Sierra Golf er 18-holu, PAR 72 keppnisvöllur. Hann er mjög fjölbreyttur bæði hvað varðar landslag sem og erfiðleikastig (handicap) fyrir sérhverja holu. Það eru margir möguleikar á að æfa sig áður en haldið er á völlinn: 300-metra driving range með 26 skyggðum básum og pútt- og vippflöt!

.

9-holu æfingavöllur

Æfingasvæði

18-holu golfvöllur

Háklassa golf

Sá sem hefur spilað hér einu sinni vill alltaf snúa aftur. Það er ekki af ástæðulausu sem golfsvæðið okkar er vinsælasti pólski golfklúbburinn meðal Norðurlandabúa.

Landslagið á golfvellinum breytist stanslaust í takt við árstíðirnar – engir tveir leikir eru eins!

Sjáðu hvað fleira við bjóðum upp á

Það er auðvelt að færa sig milli staða með 45 nútímalegum golfbílum af gerð Club Cart President, rafknúnum og handknúnum! Gestir okkar okkar dýrka líka matvagninn sem býður upp á mat og drykki á öllum golfvellinum.

Club Carts

Æfingasvæði

Rafmagnskerrur

Upplýsingar um golfvöllinn

Ná í nauðsynleg viðhengi

Biuro sprzedaży

SIERRA GOLF RESORT Sp. z o.o.

Pętkowice

84-200 Wejherowo

Öll réttindi áskilin: Sierra Golf Resort

Áætlun og framkvæmd: LemonMind.com

Myndir
Skrifaðu okkur